Ég stend á krossgötum, gott ef ekki bara á ákveðnum tímamótum í lífinu.
Þegar mér líður þannig þá sé mig einmitt fyrir mér í merkri borg, alein, standandi í grenjandi rigninu með miklar og dramatíska tónlist undir. Alveg eins og í bíómyndunum mun hetjan velja rétta götu og þá réttu leið.
Nú erum við víst ekki í bíómyndunum þó ég vilji oft láta sem svo sé.
Ég er að fara á fund með námsráðgjafa á morgun...það er lítill seyðingur búinn að ná að bubblast frá maga og upp í haus...kannski er þetta nám ekki fyrir mig....
Ásamt mikilmennskubrjálæðinu sem á það til að fylgja röddunum inni í höfðinu samtímis og þær óttast geðveiki eins og heitan eldinn, þá vaknar spurninginn....
hvað er ég að gera?hvað vil ég gera? hvað get ég gert?
Jæja, full sjálfstraust og mikillar rökræðna meðal raddanna mun ég fara á fund með frú Arnfríði og vonast til að botn komist í málið...
ekki ber svo að skilja að ég ætli að segja skilið við sálfræðina; alls ekki!
Bara kannski að kíkja aðeins á annað...svona með......hmmm....
Ég held að vorönnin sé að taka á sig aðra mynd... og ég held að það sé spennandi.
En ef ég fæ ekki svar og raddirnar hætta ekki að rífast fer ég bara að gráta og fer að hlusta á stan getz...
nei kannski ekki alveg...
en ég held ég bara kýli a þetta; er nokkuð hægt að tapa á menntun?
yes yes ya´ll and u dont stop...am i living in a dream world? are your eyes still green girl?
en að öðru....
ég er steliþjófur...
ég eyddi klst af lífi mínu í dag við það að STELA..... greyið strákarnir sem ég stal frá vita bara ekkert af þessu....
ég var að uppgvöta að ég get stolið tónlistarfílum frá nágrönnunum mínum...SNILLD!!
ég nældi mér í hitt og þetta t.d. allar plötur white stripes...einkar skemmtilegt...
kannski er þetta meira svona að fá lánað en ekki stela...hmmm....
Það er svo skrýtið með svona mikilmennskubrjálæði, hvenær veit maður að þetta er ekki lengur brilliant hugmynd heldur bara e-r ranhugmynd? Ég hef mikið pælt í þessu...
Mér nefnilega detta ótrúlegustu hlutir í hug og langar mjög oft að hrinda þeim í framkvæmd... en ef ég staldara við í kortér þá sé ég oftast að þetta var bara ekki svo góð hugmynd...
Ég skal koma með dæmi.
Í sumar byrjaði ég á pósti til hennar Ragnheiðar Rist sem er yfir í Álverinu.... ég vildi bara benda henni "stöllu" minni á það að Álverið væri nú frekar óspennandi fyrir þá sem keyra reykjanesbrautina reglulega...hvernig væri að sponsa upprennandi íslenska listamenn og fá þá til að skreyta hluta af framhliðinni? kannski ungir í bland við gamla og klassíska....
eða ef Ragnheiði vantar aur mætti alveg setja auglýsingar þarna á, þó að það væri ekki mitt fyrsta vel, mér finnst það frekar tacky nema kannski ef það væru 66°norður eða... aha! íslenskir hönnuðir...sjáiði ekki Nonna fyrir ykkur tjilla 40 metra hár og 2 metra mjór í góðum fíling að bjóða mann velkomin í hafnarfjörð eða fyrir útlendingana, til íslands????
þessi stóra ljóta gráa hlið gæti nefnilega orðið skemmtileg íslands kynning og svoldið svona spes...
Ranghugmynd eða brilliant?
Ég áleit það fyrra og cancelaði póstinn. Ég las nefnilega um daginn að hvatvísi er einn þáttur sem hefur veigamikið hlutverk í persónuleikaröskunum...gott ef ekki geðklofa bara líka... (langsótt þó, reyndar ekki útilokað að ég verði geðklofi, bíðum bara í cirka 7 ár í viðbót...).
Svona hugmyndir fæ ég næstum á hverju kvöldi þegar ég er að reyna að sofna...
Það kom ein rosaleg í gær, ég er ekki búin að ákveða hvort hún er.... ég á svona aðeins eftir að útfæra þetta...
Greyið KB Banki lenti í mér í sumar í einu svona stuði.... nú er ég búin að lofa uppí ermina á mér að fræða ungmenni landsins um fjármálin sín og íbúðarlán og ég veit ekki hvað og hvað....
það flokkaðist víst EKKI sem ranghugmynd....
Rannsóknir hafa sannað að venjulegt fólk hefur tilhneigingu á því að ofmeta sig og stjórnina sem það hefur á lífinu; gott að vita að því leytinu til er ég bara ekkert öðruvísi...
Stundum segi ég frá hugmyndunum....hinkra og bíð eftir að sjá viðbrögð viðkomandi... nýt tímann á meðan og skipulegg hnyttna brandara til að afsaka hugmyndina sem grín.... virkar oftast!
Ég er að verða fullorðin.
Ég drekk rauðvín.
Ég borða hráan fisk.
Ég borða osta og kex.
Ég bý ein.
Ég tek til þegar mér hentar.
Ég sé fyrir mér sjálf.
Ég má fara til útlanda þegar ég vil.
en....... ég get ekki fyrir mitt litla líf kunnað að meta djazz!!!!!!!!! hvað er málið??? ég er búin að rembast lengi og yfirleitt þegar ég er spurð segi ég bara "já, auðvitað fíla ég djazz.." svo æli ég nokkrum þekktum nöfnun sem ég hef heyrt annað fólk tala um...
ég er frekar pirruð yfir þessu... þetta átti að uppfylla staðalímyndina sem ég var búin að ákveða að ég yrði þegar ég væri stór...
AHA!
kannski er ég bara ekki orðin nógu stór...það getur líka alveg hugsast...
talandi um það þá eru afmælisplönin fyrir annan í jólum að stigmagnast og er öllum velunnurum mínum og örnuS boðið... ég fann meira að segja senjorítu kjól í dag...
hleypa smá hita í kalda veðrið úti....
stundum er ég neurotic.... sunna las e-a grein, tenglsum við brjóstakrabbamein, sem bannaði svona excess sykurát og í greininni var minnst sérstaklega á hunang... nú set ég hálfa tsk á hverjum morgni í bollann minn og það er ekki laust við að ég skjálfi oggipons við að hræra í... og nú er ég líka farin að drekka uppáhellt kaffi!! og alltaf með smá hunangi.....
það hlaut að vera ástæða fyrir mikilli fælni við býflugur...ég vissi að þessi feitu röndóttu helvíti myndu á endanum drepa mig....ef það væri ekki með stungu þá með krabbameini... bastards!

danger danger! high voltage when we kiss...when we touch.....
Ég er farin að þáttagreina og kaupa miða á Harry Potter, svona hangs gengur bara ekki!
-Its my desire...-
SiggaDögg
-senjorita rouge-
10 ummæli:
hæ Sigga mín, gaman að lesa síðuna þina... við ætlum að hittast í brunch á föstudaginn, ég aubí, jóna og fleiri og það væri æði að fá þig með.
xx Matta
úff - það er svo mikið í fréttum að það er bara erfitt að kommenta...en já - sko bjúgun voru nú vegna þess að maður fer að sakna alveg fáránlegra hluta (fáránlegra hluta..ekki alveg komin út í hákarlinn en ....) hef nú aldrei fílað bjúgu fyrr en mmm hvað það er gott með potatis og hvítri maður...en mér finnst samt að þótt að þú splittir 60 30 að þú djónir mig þakka pent í einhverju ógeði - ekkert rugl!!!!! og helvítis býflugurnar maður..það var nú eitt gott atvik í fyrra hjá okkur;) sjæse...ha det godt sæta mín
matta mín, vissi ekki einu sinni þú værir að lesa! en já takk fyrir það, ég er bara alltaf í tíma til klukkan og tólf og ALLIR kennararnir mínir ætla að kenna fram á seinustu sek á þriðjudaginn...man! en ég mun samt reyna :) ég allvega þakka gott boð...
já vala mín, ég mun ekki svíkja þig, díll er díll og ég mun gera þetta með þér elskan og vera kannski smá sein líka :)
en bíddu bíddu...er e-ð slúður??
en já man oh man...býflugu atvikið á laugaveginn þar sem hetjan mín eiki þurfti að koma vopnaður potti og hárspreyi á meðan þú róaðir mig niður í símanum...
lítið hjarta fer bara að slá hratt við að hugsa um þetta!
eins gott að þú canceleraðir e-mailinu í álverið... hún heitir nefnilega rannveig ;)
en mér finnst alveg æðislega gaman að lesa bloggið þitt og er reglulegur gestur hingað inn...
har det bra :)
vá, takk fyrir þetta frænka! já ég er rosaleg með nöfn..bara í gær öskraði ég á eftir kennaranum mínu Páll.... nema hvað hann heitir Jakob.. lenti líka í þessu með Guðbjörgu sem heitri víst ekki Þorgerður.....hmmm.....
má maður ekki bæta þér inn á???
Hey komdu bara í heimsókn bráðum, fáum okkur rauðvín og látum Helga kynna þig fyrir JAZZINUM :) Ef það klikkar þá veistu fyrir víst að þú ert ekki að missa af neinu!. ROSA gaman að lesa pistlana þína, alveg það sem ég þarf á að halda, svona þar sem maður kemst ekki mikið út í augnablikinu :)
ó, nei nei - þú misskilja. Ekki mikið slúður - svo mikið i fréttum hjá þér...í blogginu...að það var erfitt að pikka út eitthvað til að nota í komment..hm m...anywho
jú endilega... ég ætla líka að smella þér hjá mér ;)
Kvinna mín, ég át súkkulaði og hlaup í gær.. svo setti ég hunang útí te-ið mitt áðan.. Ég efast nefnilega um að "óvinurinn" eigi eftir að draga þig til dauða sæta mín!! :)
ohhh takk fyrir það aubí mín!!! ég læt ykkur vita í fyrramálið hvort ég komist.. ég gæti verið að fara a fund en vonandi kemst ég!!! mig allavega langar alveg ofbosðlega, það er alltaf svo gaman hjá ykkur :)
en ég verð að reyna ða hemja mig í að fara ekki bara að tala um skólann...get misst mig í því...
verð í bandi ;)
Skrifa ummæli